Sherlock Holmes ætti að vera öllum kunnugur, en hann er aðalpersóna bóka Sir Arthur Conan Doyle. Sherlock er einkaspæjari sem notast við rökrétta hugsun og nýjustu tækni til að leysa erfið mál en einnig notast hann við ýmis dulargervi. Honum til hjálpar er góðvinur hans Dr. Wattson en í nær öllum bókum Doyles er Wattson sögumaðurinn. Saman takast þeir á við ýmis erfið mál.
En árið 2009 kom út myndin Sherlock Holmes og naut hún gríðarlegra vinsælda. Ég fór á hana í bíó back in the day en sá hana aftur þegar ég var að fletta á milli stöðva á Sky Dreamboxinu. Það var líkt og ég hefði ekki séð hana áður. Ég datt gjörsamlega í hana(það var ekki hægt að ná sambandi við mig) og skemmti mér alveg jafn vel og ég gerði í bíó salnum. En leikstjóri myndarinnar er Guy Ritchie, sumir þekkja hann kannski sem fyrrverandi eiginmann Madonnu. Hann hefur leikstýrt mörgum góðum myndum og má þar helst nefna Snatch og RocknRolla sem eru báðar tvær alveg frábærar. Einnig gerði hann Lock, Stock and Two Smoking Barrels sem mig dauðlangar að sjá. Það sem myndir Guy Ritchie hafa sameiginlegt er góður húmor. Þær eru bara almennt mjög svalar.
Sherlock Holmes fjallar um hina margrómuðu vini Holmes og Wattson en saman leysa þeir ráðgátur um hinn dularfulla Lord Blackwood. Blackwood hefur framið morð á 3 stúlkum þar sem þeim er fórnað í einhverri myrkri athöfn. Blackwood er fangelsaður af Holmes, hengdur og tilkynntur dauður af Wattson. London borg er því dauðskelkuð þegar Lord Blackwood snýr aftur upp frá dauðum með sín illu ráðabrugg. Með aðalhlutverkin fara Robert Downey Jr. og Jude Law. Eru þeir ansi góðir í myndinni og sýna þeir vel skemmtilegt samband milli Holmes og Wattson. Í myndinni hyggst Wattson giftast unnustu sinni Mary en Sherlock á erfitt með að sætta sig við það. Sömuleiðis á Wattson erfitt með að halda sig frá Sherlock og ævintýrum hans.
Downey Jr. fer á kostum sem Sherlock Holmes og nær karakter hans lystilega vel. Hann er vægast sagt stórfurðulegur en um leið bráðgáfaður. Bardagaatriðin í myndinni eru einstaklega töff að mínu leyti og einkennandi fyrir karakter Sherlocks. Wattson er líka vel að sér í bardagalistum en hann er fyrrum hermaður. Guy Ritchie hefur gríðarlegan á huga á Brazilian Jiu Jitsu og MMA en í einu bardagaatriðinu er Dredger yfirbugaður með choke-i. Það sem heillar mig við myndina er hvernig áhorfandinn fylgist með morðrannsókninni en er samt alltaf einu skrefi á eftir Sherlock. Ritchie undirstrikar það svo með skotum þar sem sama atburðarrásin er sýnd frá tveimur mismunandi sjónarhornum. Annars vegar það sem áhorfandinn sér og tekur eftir og svo hins vegar það sem Sherlock aðhæfist við. Annað sem ber að nefna er að Sherlock er einkaspæjari svo hann vinnur ekki beint hjá Scotland Yard. Yfirmenn lögreglunnar eru hreinlega einhverjir asnar sem þola ekki Sherlock en þarfnast hans nauðsynlega.
Virkilega vel skrifað handrit en myndin er ekki byggð á neinni sérstakri bók eftir Doyle. Til að mynda segir Wattson í myndinni að Sherlock sé að drekka augnmeðal en á þeim tíma var kókaín notað sem deyfilyf fyrir augnaðgerðir. Er þetta vísun í kókaín neyslu Sherlocks í bókunum. Myndbandið að neðan sýnir að bardaginn er auljóslega fenginn að láni en það breytir ekki skemmtanagildi hans :)
Einnig voru gerðir þættir um Sherlock Holmes af BBC sem heita Sherlock en þá eru Sherlock Holmes og Wattson í nýlegu umhverfi. Ég hef séð einn þeirra og fannst hann nokkuð góður en Robert Downey Jr er klárlega betri Sherlock en dúddin frá BBC.
Á þessu ári er væntanlegt framhald af Sherlock Holmes mér til mikillar ánægju. Myndin heitir Sherlock Holmes: A Game of Shadows en hún er einnig undir leikstjórn Guy Ritchie. Í henni tekst Sherlock á við erkifjanda sinn Professor Moriarty.
Ágæt færsla. 8 stig.
ReplyDeleteÁhugavert þetta myndband. Skv. imdb er samt myndin sem sú bardagasena er úr nýrri, þ.e. hún líkir eftir Sherlock Holmes en ekki öfugt. Nema ég sé að misskilja eitthvað.
Sherlock þættirnir eru náttúrulega bara með allt aðrar áherslur. Guy Ritchie myndin er hasar-útgáfa af Sherlock Holmes (mér fannst hún raunar mjög skemmtileg þrátt fyrir talsverða fordóma fyrirfram).