Monday, March 28, 2011

How to Lose a Guy in 10 Days

Jájá ég veit ég er að blogga um chick flick mynd en ég áttaði mig á því áðan að ég hef ekkert reynt að höfða til kvenaðdáenda minna. Því finnst mér aðeins sanngjarnt að stelpurnar fái eitt blogg um það hvernig skal losa sig við gaur á 10 dögum. Í raun geta stelpur lært heilmargt af þessari mynd, þ.e hvernig þær eiga ekki að haga sér. Hún er einungis með 6.1 í einkunn á imdb en samt hlaut hún þónokkurra vinsælla víðs vegar um heim.
Myndin fjallar um Benjamin Barry og Andie. Andie vinnur hjá Composure og er how to stelpan hjá blaðinu. Hún skrifar greinar um það hvernig skal tala sig út úr hraðasekt, hvernig skal feng sui-a íbúðina þína og margt fleira. Hún er hámenntuð í fjölmiðlafræðum og dreymir um að skrifa um eitthvað sem skiptir máli eins og stjórnmál, heimsfrið og eitthvað því um líkt. Yfirmaður hennar hjá Composure er hins vegar á öðru máli og lofar henni að hún megi skrifa hvað sem er bara ef hún hlýðir sér og skrifi grein um hvernig á að losa sig við gaur á 10 dögum. Hún fer því út á lífið með vinkonum sínum í leit að gaur til að dömpa eftir 10 daga. Þá hittir hún Benjamin Barry.
Benjamin Barry vinnur sem auglýsingafulltrúi og hyggst skipuleggja risa auglýsingaherferð fyrir demantasalann DeLauer. Í fyrirtæki Benjamins vinna Judy Spears og Judy Green en þær vita af verkefni Andie gera veðmál við Benjamin um það hver fær herferð DeLauers. Veðmálið snýst um að Benjamin fái hvaða konu sem er til að verða ástfangna af sér á 10 dögum og mæta með hana á samkomu sem DeLauer heldur. Judy S og Judy G velja Andie sem fórnarlamb Benjamins og telja sig hafa peningana í bankanum.("Money in the Bank").
Myndin fjallar svo á stórskemmtilegan hátt um samband Andie og Benjamin og má með sönnu segja að hvert stúlkubarn verður að sjá þessa stórmynd. Ég hvet allavega þær stúlkur sem lesa bloggið mitt og hafa ekki séð myndina að fara inn á www.smartdvd.is og leigja hana hið snarasta.

Nú eins og sést á fyrstu myndinni fer Kate Hudson með hlutverk Andie og Matthew McConaughey leikur Benjamin Barry. Kate hefur verið tilnefnd til óskarsverðlauna en hún er einna þekktust fyrir leik sinn í þessari mynd og myndunum Bride Wars(2009) og Almost Famous(2000). McConaughey er algjör hjartaknúsari, eins og lesendur mínir eru fullmeðvitaðir um, og er hann þekktastur fyrir leik sinn í Sahara, Failure to lunch og fleiri góðum.
Þau léku svo aftur saman í myndinni Fool's Gold(2008) þar sem hann er ber að ofan og hún á bikiníi alla myndina. Fool's Gold er hálfgerð stæling á Into the Blue með Jessicu Alba og Paul Walker, hún er bara ekkert jafn góð.
How to lose a guy in 10 days er í leikstjórn Donald Petrie en hann gerði Ri$hie Ri$h og Grumpy Old Men. Hann hafði 50 Milljón dollara budget og myndin hefur þénað 177 milljónir. Það er greinilegt að einkunnin á imdb segir ekki alla söguna. Þetta er bara spurning um að höfða til rétta markhópsins. Þeir lesendur sem vilja fræðast meira um þessa mynd geta kynnt sér ýmsan fróðleik á síðunni www.fróðleikurumHTLAGI10D.com þar stendur meðal annars að Gwyneth Palthrow hafi upphaflega átt að leika á móti McConaghey og fleira.

Frábær mynd í alla staði fyrir bæði konur og karla. Þetta er dæmigerð Hollywood mynd og ég vona innilega að allir þeir sem horfa á myndina njóti hennar jafn mikið og ég gerði.

3 comments:

  1. Haha ég trúi ekki að þú hafir bloggað um þessa mynd!

    ReplyDelete
  2. Ég er í sjokki líka :O

    Fallegt framtak samt

    ReplyDelete
  3. Þetta er greinilega bloggfærsla sem vekur athygli! Ágæt færsla (sérstaklega miðað við efniviðinn). 6 stig.

    ReplyDelete