Monday, January 31, 2011

Ace Ventura: When Nature Calls

Jæja nú fer að líða að mánaðarmótum og allir fá útborgað! Wohoo! Neibb ekki ég, ekki á minni vagt. Ég ætla að blogga!
Nú Ace Ventura: When Nature Calls er sjálfstætt framhald af stórmyndinni Ace Ventura: Pet Detective. Með aðalhlutverkið fer Jim Carrey en hann fer hreinlega á kostum í þessari mynd. Jim sló fyrst í gegn árið 1994 en þá lék hann í 3 myndum sem slógu all rækilega í gegn en þær eru Ace Ventura: Pet Detective, The Mask og Dumb and Dumber. Eins og hvert mannsbarn veit þá er Jim fyndnasti maður í heimi. Það sem gerir Ace Ventura: When Natur Calls að þeirri frábæru mynd sem hún er er Jim sjálfur. Hvernig hann geiblar á sér andlitið getur enginn leikið eftir.
Myndin fjallar um tvo ættbálka í Afríku, Wachootoo og Wachati. Allt bendir til þess að ættbálkarnir fari í stríð nema að The Great White Bat(mikla hvíta leðurblakan) verði fundin, en hún hvarf á dularfullan hátt. Því er leitað til dýraspæjarans Ása um kærkomin ráð, en eins og honum er einum lagið veldur hann bara meiri usla.

Söguþráðurinn er ekki uppá marga fiska en ég hygg að markmið myndarinnar hafi ekki verið eitthvað mind blowing plot heldur einungis að gleðja lítil hjörtu um allan heim. Ég hló alla vegana svo mikið að ég sá ekki á skjáinn!

Nokkur eftirminnileg quotes fyrir þá sem hafa séð myndina:
  • You must be the monopoly guy! Hey, thanks for the free parking...
  • "Re-eh-eh-eh-eh-eaaaallly?!?!"
  • Loser! La-hoo Sa-herr!
  • If I were you then you'd be me and I'd use YOUR body to climb this cliff! You can't stop me no matter who you are!
  • My That's a lovely wrap you're wearing. Why don't I get you some fuzzy slippers made from heads of defenseless baby seals?!
 Fyrir ykkur sem lásuð quotes-in fyrir ofan og botnuðuð ekkert í þeim. Hér með skipa ég ykkur að horfa á þessa mynd rasshausarnir ykkar!

Sunday, January 30, 2011

Bond vs Chan: Jackie sýnir hvernig það er gert

Já ég las áhugaverða grein um slagsmálssenur í hasarmyndum. Í greininni er sérstaklega borið saman Bond slag og Jackie Chan slag. Bond slagurinn einkennist af því að megnið af hasarnum gerist utan ramma. Áhorfandinn verður þannig séð að fylla í eyðurnar (þó það sé nú ekkert sérlega erfitt). Örlög vondu kallanna í Bond myndunum eru ekki sýnd heldur aðeins gefin í skyn.

Höggið er aldrei sýnt en eins og þið sjáið það var þetta ansi vont!

Svo komst hann bara á forsíðu blaðanna!


Annað sem einkennir James Bond er að hann er óaðfinnanlegur, á flotta bíla, er með fallegum konum og eftir slagsmál er ekki skráma á honum. Allt er þetta gert til að myndirnar séu leyfðar börnum yngri en 12 ára.

Jackie Chan er meistari slagsmálaatriða og eru atriði hans ansi frábrugðin Bond. Það er meira verið að lúskra á greyi Jakk. Fyrir vikið meiðir hann sig og fær samúð áhorfandans. Í myndum hans er sýnt þegar þrjóturinn dettur og lendir á hrottafullan hátt, þá er ekki klippt aftur á Jackie heldur er sýnt betur frá þegar þrjóturinn liggur í angist sinni. Slagsmálssenur Jackie eru vandlega útfærðar og skipulagðar í þaula.
Fernt þarf að hafa í huga við gerð svokallaðra Hong Kong bardagamynda.
  1. Skírleika, allt er tekið á þrífót og mikið er um flotta og skæra liti.
  2. Nákvæmni, allt er skipulagt fyrir fram og æft. Bardagarnir eru samdir af höfundum og ber helst að nefna þar Cory Yuen Kwai, bardagahöfund Jet Li.
  3. Taktur, þá er átt við ákveðin takt í klippingu þar sem notast er við gömlu góðu regluna um að senur sem eru teknar upp í víðu skoti fái lengri sýningartími en nærskot.
  4. Aukin áhrif, hér er raunveruleikinn í aukahlutverki og ýmislegt er notað til að auka hrifningu áhorfandans
 Mér fannst nokkuð athyglisvert í þessari grein þar sem vitnað er í Sylvester Stallone. Þar ræðir hann um tökur á stórmyndinni The Expendables. Þar áttu myndatökumennirnir bara að fylgja leikurunum eftir og ná sem flestu á tape-i. Svo vara bara að vona það besta og nota það sem hægt var. Algjör andstaða mynda Jackie Chan

Á meðan að ég las greinina var ég að horfa á ævintýramyndina The Mummy Returns með stórleikararnum Brendan Fraser. Og þá fór ég að pæla betur í hasarnum í þeirri ágætu mynd. Hún er í svona Bond stíl. Bardagarnir fara fram með svolítið kjánalegum hætti, aldrei sést til dæmis þegar Brendan er kýldur (hefði viljað sjá það) og eftir að hafa barist við einhvern æðstaprest og the Scorpion King þá er ekki skráma á kappanum. Hann bara stútaði þeim án þess að meiða sig.

Eftir Mummy myndina sá ég hluta úr Bourne Identidy með Matt Damon. Og ég fylgdist grannt með næstu bardagasenu. Þá tók ég eftir því að það var ótrúlega mikið af hljóðum í slagnum, hvert spark og kýl heyrðist yfir í næsta herbergi og þegar hann stakk gæjann með pennanum þá var líkt og hann væri að stinga í vatnsmelónu. Hljóðin heyrast sérstaklega vel í þessari senu sem búið er að hraða.