Thursday, December 2, 2010

The Social Network

Tengslanetið, betur þekkt sem facebook myndin, var í bíó fyrir þó nokkru síðan, en nú korter í jólapróf finn ég skyndilega löngum til að blogga :D og þá sérstaklega um þessa mynd. Væntingar voru heldur litlar fyrir myndina enda hafði ég ekkert lesið mér til um hana eða horft á trailerinn. Ég velti því fyrir mér hvernig hægt væri að gera áhugaverða mynd um vefsíðu en leikstjóranum David Fincher tókst nokkuð vel til.

Myndin fjallar um Mark Zuckerberg nema við Harvard háskóla í Bandaríkjunum, líf hans, vini, félagsmál og lögsóknir. Mark fær hugmyndina að vefsíðunni facebook og með hjálp vinar síns Eduardo stofna þeir hana. Upphaflega var facebook ætluð nemum við Harvard, en annað kom á daginn því hún vex svo í einhverja stærstu vefsíðu heims. Gríðarlegar vinsældir facebook vekur athygli Sean Parker. Parker er gæjinn sem fann up Napster og gerir sér því strax grein fyrir því hversu mikil verðmæti eru í facebook síðunni. Mark er mikill aðdáendi Parkers og hefur Parker gríðarleg áhrif á Mark varðandi viðskiptamál facebook. Eduardo var ekki svo ánægður með það því viðskiptin höfðu jú verið í hans höndum fyrir komu Parkers. Í kjölfar vinsælda facebook verður Mark lögsóttur af hinum ýmsu aðilum þar á meðal Eduardo.


Með hlutverk Marks fer Jesse Eisenberg, en hann hefur leikið í myndum á borð við Adventure Land, Zombieland o.fl. en stóð hann sig mjög vel í þessari mynd. Andrew Garfield leikur Eduardo og er samúð áhorfandans með honum, hann er svona góði gæjinn sem ekkert gengur upp hjá:(. Athyglisvert þykir hversu slándi líkir Andrew og Jesse eru stofnendum facebook. Síðast en ekki síst ber að nefna að Justin Timberlake fer með hlutverk Sean Parker í myndinni og fannst mér það helvíti fyndið að meistari JT væri the bad guy.

Svona á heildina litið er þetta góð mynd. Hún spilar soldið inná Bandarískan markað með auknu drama(miðað við í alvöru). Mér fannst ansi flott hvernig Mark, yngsti milljarðamæringur í heimi, hafði engan áhuga á peningum og hvernig það sást greinilega í myndinni. Mæli hiklaust með þessari mynd því jú það eru allir á facebook og því ekki að kynnast aðeins betur sögu síðunnar :)

Tengslanetið Sýnishorn