Höggið er aldrei sýnt en eins og þið sjáið það var þetta ansi vont!
Svo komst hann bara á forsíðu blaðanna!
Annað sem einkennir James Bond er að hann er óaðfinnanlegur, á flotta bíla, er með fallegum konum og eftir slagsmál er ekki skráma á honum. Allt er þetta gert til að myndirnar séu leyfðar börnum yngri en 12 ára.
Jackie Chan er meistari slagsmálaatriða og eru atriði hans ansi frábrugðin Bond. Það er meira verið að lúskra á greyi Jakk. Fyrir vikið meiðir hann sig og fær samúð áhorfandans. Í myndum hans er sýnt þegar þrjóturinn dettur og lendir á hrottafullan hátt, þá er ekki klippt aftur á Jackie heldur er sýnt betur frá þegar þrjóturinn liggur í angist sinni. Slagsmálssenur Jackie eru vandlega útfærðar og skipulagðar í þaula.
Fernt þarf að hafa í huga við gerð svokallaðra Hong Kong bardagamynda.
- Skírleika, allt er tekið á þrífót og mikið er um flotta og skæra liti.
- Nákvæmni, allt er skipulagt fyrir fram og æft. Bardagarnir eru samdir af höfundum og ber helst að nefna þar Cory Yuen Kwai, bardagahöfund Jet Li.
- Taktur, þá er átt við ákveðin takt í klippingu þar sem notast er við gömlu góðu regluna um að senur sem eru teknar upp í víðu skoti fái lengri sýningartími en nærskot.
- Aukin áhrif, hér er raunveruleikinn í aukahlutverki og ýmislegt er notað til að auka hrifningu áhorfandans
Á meðan að ég las greinina var ég að horfa á ævintýramyndina The Mummy Returns með stórleikararnum Brendan Fraser. Og þá fór ég að pæla betur í hasarnum í þeirri ágætu mynd. Hún er í svona Bond stíl. Bardagarnir fara fram með svolítið kjánalegum hætti, aldrei sést til dæmis þegar Brendan er kýldur (hefði viljað sjá það) og eftir að hafa barist við einhvern æðstaprest og the Scorpion King þá er ekki skráma á kappanum. Hann bara stútaði þeim án þess að meiða sig.
Eftir Mummy myndina sá ég hluta úr Bourne Identidy með Matt Damon. Og ég fylgdist grannt með næstu bardagasenu. Þá tók ég eftir því að það var ótrúlega mikið af hljóðum í slagnum, hvert spark og kýl heyrðist yfir í næsta herbergi og þegar hann stakk gæjann með pennanum þá var líkt og hann væri að stinga í vatnsmelónu. Hljóðin heyrast sérstaklega vel í þessari senu sem búið er að hraða.
Ágæt umfjöllun en ég veit ekki hvort þú komir alveg nógu vel inn á það sem mér fannst vera aðalatriðið í þessari umfjöllun, þ.e.a.s. að flestir vestrænir nútímaleikstjórar kjósa fremur að klippa ört, hreyfa myndavélina mikið og rugla áhorfandann til þess að skapa blekkingu um hasar, frekar en að búa til alvöru hasar. Og Bourne er lýsandi dæmi um þetta.
ReplyDeleteFín færsla. Áhugavert myndbrot. 5 stig.