Sunday, March 27, 2011

Lífið

Ég var heima hjá kærustunni minni að líta í gegnum dvd safnið heima hjá henni og allt í einu held ég á Life. Life er frá árinu 1999 og er stjörnumprýdd mynd. Með aðalhlutverkin í myndinni fara Eddie Murphy og Martin Lawrence, auk þess eru Bernie Mac, Anthony Anderson og fleiri þekkt andlit í henni. Ég persónulega þoli ekki Eddie Murphy en þar sem myndin var frekar gömul og hann var betri þegar hann var yngri þá ákvað ég að gefa myndinni séns og lesa aftaná hulstrið. Eftir lesturinn lét ég blekkjast og horfði á myndina.
Það var versta ákvörðun gærdagsins, því myndin var ekkert sérstök og mér fannst þessar 108 mínútur líða eins og heill dagur í skólanum.
Willie Long hefur verið í fangelsi frá því að hann var 13 ára. Willie er sögumaður og er hann að segja tveimur föngum frá ævintýrum Ray Gibsons og Claude Banks. Hann byrjar að segja frá árinu 1932 þegar þeir félagar kynntust fysrt, síðan fylgist áhorfandinn með ýmsum strokutilraunum þeirra í gegnum árin. Ray og Claude eru í camp 8 í einhverju fangelsi í Missisippi. Það sem einkennir camp 8 er að engar girðingar hindra fanga í að strjúka, í stað þess eru verðir með byssur sem skjóta hvern þann sem stígur út fyrir lóðarmörk fangelsins án leyfis.
Ted Demme er leikstjóri myndarinnar, hann hefur meðal annars gert Beuatiful Girls(1996), Blow(2001) og fleiri myndir sem ég kannast bara ekkert við. Eddie leikur Ray Gibson vasaþjóf í New York og Martin er Claude Banks sem vinnur hjá banka í New York. Samband þeirra er ansi skemmtilegt í myndinni en við fáum að fylgjast með tveimur ókunnugum mönnum sem verða bestu vinir einfaldlega því þeir sitja uppi með hvorn annan. Töluvert er um rasisma í myndinni en það er líka samkvæmt sögulegum atburðum.
Á heildina litið er myndin alls ekkert svo slæm málið er bara að ég bjóst við frábærri grínmynd en ég hló voða lítið yfir henni. Two hours of laughter eins og stendur á hulstirnu minn rass, ég lét hulstrið svo sannarlega blekkja mig í þetta skiptið. Anyways hér er trailerinn fyrir áhugasama.

1 comment:

  1. Hræðilegur trailer! Og ekkert spes mynd ef mig misminnir ekki. En ágæt færsla. 5 stig.

    Annars held ég að maður verði að fara a.m.k. aftur til 1994 til þess að finna Eddie Murphy í almennilegu formi.

    ReplyDelete