Saturday, March 26, 2011

How to Train Your Dragon 3D

How to train your dragon er teiknimynd sem kom út á árinu 2010. Í helstu bíóhúsum landsins var hún sýnd í 3D. Því miður fór ég ekki á hana í bíó heldur leigði ég hana nýverið með litla bróður mínum. Þið hugsið eflaust: Vá hvað hann er góður bróðir að horfa á teiknimynd með litla bróður sínum! en raunin er önnur, það var ég sem valdi myndina því ég vildi sjá hana! Ég hafði heyrt frá ýmsum aðilum að hún væri glettilega góð og það verður að segjast að hún stóðst mínar væntingar. Myndin er úr smiðju Dreamworks sem hafa undanfarin ár verið með allra bestu teiknimyndirnar
Myndin gerist í litlu þorpi lengst norður í rassgati. Þorpið heitir Berk og er sérstætt að því leytinu til að plágan sem herjar þorpið eru drekar. Flestir íbúar í venjulegum bæ myndu flýja svona aðstæður en íbúar Berk eru blóðþyrstir víkingar og lúta ekki fyrir einhverjum skriðdýrum. Víkingarnir tileinka líf sitt drekaveiðum og allt snýst um að vera sem best hæfur fyrir drekaveiðar. Leiðtogi þorpsins er Stoick the vast og er hann sífellt í leit að heimkynnum drekanna til að losna við þá fyrir fullt og allt. Honum til mikilla ama er sonur hans Hiccup lítill ræfill sem er klunnalegur og engan veginn efni í góðan drekaveiðara. Hiccup þráir ekkert heitar en að fá að vera með í drekaveiðum og fella dreka.

Á einu örlagaríku kvöldi tekst Hiccup að skjóta niður Night Fury með uppfinningu sinni. Drekategundin Night Fury er velkunn þorpsbúum, þeir eru hættulegastir allra drekategunda. Enginn maður hefur drepið Night Fury dreka og væri Hiccup því fyrstur til. En hann getur ómögulega drepið drekann og tekst með þeim vinátta í staðinn. Hiccup nefnir drekann Toothless og saman lenda þeir í ýmsum ævintýrum. Ég vil ekkert spoila þessari frábæru mynd svo þið verðið eiginlega að sjá hana til að vita meira.
Leikarar myndarinnar eru Gerard Butler en hann fer með rödd Stoick the vast. Með hlutverk Hiccups fer Jay Baruchel sem er gæjinn í She's out of my league, Christopher Mintz-Plasse( Red Mist í Kick Ass) leikur Fishlegs og Jonah Hill(Superbad) fer með hlutverk Snotlaut. Eins og nöfnin að ofan gefa til kynna þá er þetta stjörnumprýdd mynd og hafa allir leikarar myndarinnar samþykkt að koma fram í framhaldi myndarinnar. How to Train Your Dragon 2 á að koma í bíó 20. júní 2014.
Ýmiss varningur er seldur í tengslum við myndina en bara við það að skrifa þetta blogg hef ég fundið fullt af einhverjum leikföngum sem eru tengd myndinni. Áhugasamir geta farið á síðuna Vefverslun Bing.com.
Soundtrack myndarinnar er ekki af verri endanum en Jón Þór Birgisson betur þekktur sem Jónsi í Sigurrós samdi lagið Sticks and Stones fyrir myndina. Endilega horfið á myndina ef þið hafið gaman af teiknimyndum á borð við Shrek,Toy Story o.fl. þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

1 comment:

  1. OK, ég hélt alltaf að þetta væri bara barnamynd. Maður ætti að tékka á þessari. Ég hefði samt klárlega talað um Mintz-Plasse sem Mclovin' úr Superbad...

    Ágæt færsla. 6 stig.

    ReplyDelete