Myndin til hliðar sýnir upprunalegt auglýsingaplakat myndarinnar en hún kom út árið 1990 undir titlinum Nikita. Í Bandaríkjunum bar myndin hins vegar titilinn Le Femme Nikita. Myndin fjallar um unga stúlku sem er langt leidd í fíkniefnum og drepur lögregluþjón í einhverju móki, þegar lögreglan böstar hana við innbrot. Í kjölfarið er hún dæmd til dauða en yfirvöld sjá sér leik í hendi og finna not fyrir hana. Nikita er þjálfuð sem leigumorðingi í þágu ríkisisins. Hún var aðeins 17 ára þegar hún braut af sér og þremur árum seinna hafði hún lokið þjálfun sinni. Þá er henni gert að lifa meðal almúgans og bíða fyrirmæla um næsta skotmark.
Hugmyndin að myndinni er virkilega skemmtileg en svolítið brengluð þar sem ríkið slær verndarhjúp yfir afbrotakonu.
Árið 1993 var gerð bandarísk endurgerð af myndinni sem heitir Point of No Return. Eftir að hafa séð trailerinn að henni þá langar mig bara ekkert að sjá hana, ég hafði lesið einhvers staðar að hún væri ekki jafn góð og Nikita þegar ég vann að fyrirlestrinum en þessi trailer sá til þess að mig langar ekkert að sjá þessa mynd. Nikita var einnig innblástur að annari mynd en hún ber heitið Hei mao eða Black Cat og er Hong Kong mynd frá árinu 1991. Á árunum 1997-2001 voru þættir með Petu Wilson sem hétu La Femme Nikita, alls voru gerðar 5 seríur af þeim þáttum eða 96 þættir. Núna nýlegast eru þættir sem hófu göngu sína 9.september 2010 um Nikita í gerð Warner Bros. Mig minnir að ég hafi séð auglýsingu á stöð 2 um að þessir þættir séu væntanlegir en ég gat ekki neitt um það á síðu stöðvar 2. Það er því greinilegt að upprunaleg mynd Luc Besson hafi slegið rækilega í gegn.
Í upprunalegu myndinni frá árinu 1990 leikur Anne Parilaud Nikita. Anne og Luc voru gift þegar myndin var gerð og eiga þau saman barn.
Jean Reno fer einnig með hlutverk í myndinni en það sem einkennir gjarnan myndir Luc Besson er að þær innihalda Jean Reno, tónlist eftir Eric Serra og intro-in í myndum hans eru eins. Öll einkenni Bessons koma fyrir í Nikita og persónulega finnst mér tónlistin í myndinni frábær, hún hentar virkilega vel við. Ég fann ekkert video af introinu í Nikita þannig ég horfði bara á introið í The Big Blue eftir Besson. Það er alveg eins og byrjunin í Nikita. Nikita telst til Cinema du look stefnunnar. Það er að mikið er spilað út á lookið en minna kannski um söguþráð og frásögn.
Ég ætla að láta nokkur athyglisverð video fylgja með að neðan.
Þessi trailer fékk mig til að hlæja
Mér fannst nokkuð gaman að sjá hversu mismunandi trailerarnir eru sérstaklega hversu mikill munur er þáttunum. Það eru sirka 10 ár á milli þáttanna og það er vel greinilegur munur á áherslum í auglýsingum. Nýjasti trailerinn er voða flottur og mikið af hasar á meðan gömlu trailerarnir eru voða rólegir og segja meira um söguþráð myndanna/þáttanna.