Friday, April 1, 2011

Kvikmyndagerð 2010-11

Í lok fimmta bekkjar þegar velja átti valfög fyrir 6. bekk kom bara eitt valfag til greina hjá mér. Valið hafði verið mjög vinsælt í gegnum árin og ég hafði heyrt góða hluti um fagið. Ég var því með þvílíkar væntingar á haustönn og hélt einhvern veginn að við myndum bara vinna í gerð einhverskonar sketcha. Ástæðan fyrir því var sú að allir þeir sem voru í bingó eða komu að gerð sketcha fyrir MR völdu kvikmyndagerð. Ég og Villi vorum alltaf að spá hvernig sketcha við ættum að gera á komandi skólaári og vorum með fullt af ágætum hugmyndum.

Kvikmyndasaga:
Strax í upphafi haustannar kom kvikmyndasagan eins og blaut tuska í andlitið á mér! Það var í raun barnaleg hugsun af minni hálfu að halda að kvikmyndagerðar áfanginn væri algjörlega án kvikmyndasögu. Ég get ekki sagt að ég sé mikill aðdáandi mánu- og föstudagstímanna en þeir eru jafnframt nauðsynlegir. Ég átti mjög erfitt með að fylgjast með í tímum fyrir jól því mér fannst sú saga drepleiðinleg og ég hafði engann áhuga á henni. Sagan eftir jól leggst hins vegar betur í mig og fannst mér hún mun áhugaverðari.

Tímar á hátíðarsal:
 Miðvikudagstímarnir eru seint á daginn en ég var furðu fljótur að venjast því fyrirkomulagi að vera til 5 í skólanum á mið. Auk þess sem við vorum oft búin fyrr. Varðandi myndirnar sem voru sýndar þá fannst mér myndirnar fyrir jól alveg óbærilegar. The General og Charlie Chaplin klippurnar voru samt í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hreinlega dýrka þennan einfalda húmor. Myndirnar eru skyljanlega sýndar í samræmi við söguna og ég átti mjög erfitt með að halda mér vakandi yfir þeim. Myndirnar eftir jól eru á hinn bóginn frábærar. Mér finnst frábært hvernig valfagið hefur kynnt fyrir mér frábærar myndir, sem ég hafði aldrei heyrt um og hefði líklegast aldrei séð. Þar ber helst að nefna Man Bites Dog, Oldboy og The Investigator. Þær eru með skemmtilegri myndum sem ég hef séð og það hefði aldrei hvarflað að mér t.d að leigja þær.

Verklegi hlutinn:
Mér hefur fundist virkilega gaman af verklega hluta námskeiðisins. Ég velti því oft fyrir mér hvernig stendur á þvi að þessi áfangi sé með svona mikinn budget og frábærar græjur þegar að Haukur frænka fær tildæmis fótbolta úr Hagkaup =). Ég er mjög ánægður með allan búnaðinn og finnst frekar leiðinlegt að hafa ekki getað notað hann meira. Ég hefði viljað haft meira verklegt, gert tónlistarvideo og sketcha. Maraþonmyndin var virkilega skemmtileg, heimildarmyndin var skemmtileg í gerð en ekki kannski mikil heimildarmynd hjá okkur, og svo er lokaverkefnið mjög skemmtilegt. Klippiverkefnið var ansi sniðugt, kenndi manni á forritið.

Bloggið:
Bloggkerfið er ágætis hugmynd fyrir sig. Nú horfi ég á myndir með hliðsjón af því hvernig ég eigi að blogga um hana. Mér finnst 70 bloggstig vera of mikið. Sérstaklega þar sem að ég fæ oftast í kringum 5 stig fyrir færslu. Miðað við tímann sem fer í að gera bloggin (horfa á myndina+eyða 1- 2 klst í að blogga) finnst mér það ekki þess virði. Bloggið er eina heimavinnan í áfanganum en vandamálið er það sama og það hefur verið síðustu ár og það er að það bloggar enginn nema rétt fyrir stúdentsprófin. Ég er sammála Þorbjörgu um stigagjöf á kommentin, það hvetur líka nemendur til að lesa blogg annarra og fá stig um leið. Sem dæmi um það þá hafa Villi og Haddi oft talað um ágæti myndarinnar Schindlers-list, en það var ekki fyrr en ég las bloggið hans Óla um myndina að mig langaði til að horfa á hana. Eitt í viðbót varðandi bloggin og það er að Siggi gæti sett fram skýrt og greinilega hverju hann er að leitast eftir í bloggunum, svo við höfum eitthvað til að miða við. Þá skýrist líka stigagjöfin á bloggin, hún hefur virkað svolítið á mig eins og huglægt mat kennarans á blogginu frekar en að það sé litið á hvað komi fram o.fl.

Hópferðir í bíó:
Að mínu mati þá lærir maður mest í þessum áfanga með því að tala við leikstjórana. Það er frábært tækifæri og virkilega skemmtilegt að ræða myndina og heyra hver hugsunin á bakvið hana var. Til að mynda fannst mér Rokland fáránlega leiðinleg og týpísk mynd með óþarfa nekt og veseni en eftir að hafa rætt við Martein þá fannst mér Rokland góð. Brim var samt mun betri mynd en Rokland og var Árni líka opnari heldur en Marteinn. Ég hlakka mikið til að fara á Kurteist fólk, trailerinn lofar góðu. Auk þess verður hópurinn nánari við að hittast utan skóla, fara í bíó og ræða svo myndina með leikstjóranum. Mér fannst líka gaman að heyra skoðanir annarra og pælingar á myndunum, hvernig þær voru frábrugðnar mínum og svör leikstjóranna við þeim.

FDF:
Mér fannst nokkuð áhugavert að læra um svona tökureglur en jafnframt fannst mér æfingin frekar erfið. Þegar við strákarnir gerðum okkar myndir var það ekki hugsað út í þaula og teiknað niður, þess vegna fannst mér erfitt að lesa handritið og teikna skotin strax.

Á heildina litið var áfanginn öðruvísi en ég bjóst við. Ég hefði viljað meira af verklegum hlutum og minna af sögu. Þá hefði líka verið hægt að sjá betri mun á myndunum og hugsanlega bætingu. Þá hefðu hóparnir öðlast betri tök á klippiforritinu og myndavélinni, hægt að prófa sig meira áfram. Það sem kom mér mest á óvart var hve mikil vinna er utan skóla. Þá á ég við bloggið, upptökur, klippingu og fleira. Þegar ég lít til baka yfir veturinn þá er ég sáttur með mína ákvörðun á vali. Þetta hefur verið fræðandi áfangi en umfram allt skemmtilegur.

1 comment:

  1. Góðir punktar. 10 stig.

    Ég er sammála því að ég hefði átt að hafa meira verklegt, sérstaklega í ljósi þess hversu lítill hópurinn var.

    Varðandi fyrirgjöf á blogginu, þá mætti örugglega hafa skýrari reglur þar. Ég held ég hafi verið sæmilega samkvæmur sjálfum mér, en það er alveg rétt að huglægi þátturinn í fyrirgjöfinni er ansi stór.

    ReplyDelete