Heath Ledger leikur Jókerinn en einhvers staðar heyrði ég að Ledger hefði lokað sig af einn í einhverjum sumarbústað og æft sig fyrir hlutverkið og verið ja hálf geðveikur. Sú vinna var vel þess virði því hann er hreint stórkostlegur í myndinni. Það gerðist svo þann 22. janúar 2010 að Ledger lést sökum pilluáts og er það mikill missir fyrir kvikmyndaaðdáendur hans. Ledger fékk óskarinn sem besti aukaleikari fyrir leik sinn í myndinni. Þó svo að hann fari á kostum í myndinni þá eru aðrir góðir leikarar í henni einnig og ber þar helst að nefna Christian Bale, Gary Oldman og Morgan Freeman. Ég hef aðeins eitt að setja út á leik Christian sem Batman og það er röddin hans. Þegar hann leikur Bruce Wayne er allt í goodie en svo þegar hann setur á sig grímuna þá er eins og hann hafi reykt einhverja 50 sígarettupakka. Kannski á þetta að vera eitthvað hart eða svoleiðis en á mig virkar þetta virkilega kjánalegt. Það er líka eins og hann geti ekki hreyft munninn á sér þegar hann er með grímuna.
Christopher Nolan leikstýrði, framleiddi og skrifaði myndina. Helst ber að nefna að kostnaður við myndina var 185 milljónir bandaríkjadala en myndin sló svoleiðis rækilega í gegn á heimsvísu að hún hefur tekið inn yfir 1000 milljónir dollara. Tæknibrellurnar í myndinni heilluðu mig og má þar nefna græjur Batmans og andlitið á Two Face. Skemmtilegt er að bera saman The Batcycle úr Batman(1966) og The Batpod.
Hans Zimmer sá um tónlistina í myndinni en hún hefur hlotið fjöldann allan af viðurkenningum, og vann óskarinn fyrir Sound editing. Á næsta ári kemur út myndin The Dark Knight Rises og er ég viss um að allir Batman aðdáendur bíði spenntir eftir henni.
Videoið fyrir neðan sýnir ansi vel hvað ég á við með asnalegri rödd Batman og hvernig Christian Bale getur ekki hreyft á sér munninn með grímuna á sér!
Flott færsla. 8 stig.
ReplyDeleteVarðandi raddbeitinguna þegar hann er kominn í Batman-búninginn þá held ég að það hafi verið Michael Keaton sem byrjaði á þessu í Batman frá 1989. Það er a.m.k. margt svipað.