Tuesday, April 5, 2011

Kurteist fólk

Ég fór á Kurteist fólk í bíó rétt áðan og það stefndi allt í að ég færi í fyrsta skiptið 1 í bíó. Þannig er mál með vexti að ég komst ekki í hópferðina á sunnudaginn. Ég ætlaði þá á myndina á mánudeginum í álfabakka og fór í Breiðholtið en þá er hún ekki sýnd í Sambíóunum. Það var því ekkert annað í stöðunni en að fara á myndina áðan kl 10. Ég sat einn með sjálfum mér að horfa á auglýsingar þegar allt í einu kærastan mín birtist við hliðina á mér, mér til mikillar ánægju og yndisauka. Og á meðan ég man Djöfull er fokkin dýrt að fara á íslenska mynd í bíó. 1400 kr fyrir svona mynd og það á þriðjudegi!
Myndin fjallar um Lárus Skjaldarson. Hann er verkfræðingur í Reykjavík sem er nýlega rekinn úr starfi. Yfirmaður Lárusar er að ríða konunni hans og er meiri faðir barnanna hans en Lárus sjálfur. Faðir hans liggur fársjúkur á sjúkrahúsi og mamma hans er drykkfelld. Persónulíf Lalla er ansi fokked opp og hann fer því til Búðardals að endurbyggja sláturhús sem faðir hans hafði unnið að. Þar flækist hann inn í þorpspólitíkina og veldur usla. Sveitarstjórinn Markell er með Lárusi í ráðum varðandi sláturhúsið. Annar þorpsbúi er Hrafnkell, hann situr í sveitastjórn og er yfir mjólkurbúi sveitarinnar. Hrafnkell og Markell eiga það sameiginlegt að fá allt sem þeir vilja og gera allan fjandann sem þeim sýnist. Flokkspólitíkin er svikul og lævís og greyi Lárus flækist inn í þetta allt saman.
Lárus og Hrafnkell á góðum degi
Leikararnir eru ekki af verri endanum en allir helstu leikarar Íslands eru hér saman komnir í einni mynd. Stefán Karl fer með aðalhlutverkið en einnig má nefna Hilmi Snæ, Halldóru Geirharðs, Flosa Ólafs, Eggert Þorleifsson, Ágústu Evu og þokkadísina Ragnhildi Steinunni. Leikstjóri myndarinnar er Ólafur Jóhannesson en hann skrifaði einnig handritið ásamt Hrafnkeli Stefánssyni. Mér fannst myndatakan skemmtileg(svona þegar ég tók eftir því).Myndin skapar ansi skemmtilega íslenska sveitastemmingu þar sem allir í sveitinni eru búnir að ríða öllum. Ég fékk svona á tilfinningunni að myndin snerist ekki um neitt. Að eini tilgangur myndarinnar væri að kynna Búðardal. Ég meina Sauðárkrókur fékk Rokland, af hverju fær Búðardalur þá enga mynd? Svarið kom í lokin, rétt fyrir kredit listann. Þá birtist skáletrað fyrir Búðardal. Hah ég hélt ég yrði ekki eldri! Ég bjóst við mjög góðri grínmynd eftir að hafa horft á trailerinn en ég var heldur betur illa svikinn. Kannski var það hversu seint ég fór á myndina eða eitthvað en ég hló frekar lítið, eiginlega bara ekki neitt, og salurinn ekki heldur, já góð grínmynd :/ Hrafnkell er ekki ósvipaður þarna ríka gæjanum í Roklandi, gæti verið einhverskonar ádeila á 2007 fílinginn. Maður sem á sand af seðlum, gerir það sem honum sýnist og kemst upp með það.
Allt í allt var þetta ágætis mynd svo sem. Mjög íslensk í alla staði. Fær enga topp einkunn af minni hálfu.

Ég þakka hér með fyrir mig og vona að lesendur mínir hafi notið þess að lesa bloggin eins mikið og ég naut þess að skrifa þau :) Veriði heil og sæl

1 comment:

  1. Fín færsla. 7 stig.

    Synd og skömm að leikstjórinn skyldi síðan ekki komast. Leiðinlegt fyrir ykkur að punga út öllum þessum pening. Þetta er eitthvað svo vitlaus hugmynd að láta fólk borga meira á íslenskar myndir. Ef það væri sama verð myndi fólk miklu frekar fara á þær, en ég held að ansi margir láti vera að fara á íslenskar myndir vegna þess að þeir vilja ekki láta okra sér...

    ReplyDelete