L'immortel betur þekkt sem 22 Bullets er um glæpamanninn Charly Mattei í Marseille. Charly er mafíósi sem segir skilið við svoleiðis lifnað og ákveður að snúa blaðinu við. Hann hefur lifað rólegu meinlætis lífi í 3 ár þegar gamall vinur hans Tony Zacchia fyrirksipar að Mattei skuli drepinn. Charly er skotinn 22 sinnum og skilinn eftir til að deyja. En merkilegt nokkuð þá lifir hann þetta af, einu áverkarnir eru að hann verður hálf lamaður í hægri hendinni getur lítið beitt henni og finnur ekki til. Þetta gerðist í raun og veru en þá var síðasti "Don" Marseille Jacky Le Mat skilinn eftir á bílastæði með 22 skot í sér. Eftir tilræði fyrirskipað af Tany Zampa. Myndin er um það hvernig Charly hyggst ná fram hefndum.
Myndin er frá sömu framleiðendum og færðu okkur Taken og Jean Reno fer með hlutverk Charly Mattei en hann gerir það listilega vel. Þessi mynd mynnir mig svolítið á Léon sem Jean Reno leikur einnig í. Báðar eru þessar myndir mjög góðar en L'immortel er á frönsku. Myndin þykir ekki við hæfi barna enda er þetta frekar venjuleg hasarmynd. Það var frekar lítð um slagsmála atriði menn beyttu byssum í staðinn, sem er ekkert verra, þannig það er enginn Transporter 3 klipping í myndinni. Ég var alveg meðvitaður um hvað væri að gerast hverju sinni. Myndin spilar að miklu leyti út á svik og pretti, maður geti engum treyst en einnig er mikilvægi fjölskyldunnar haft í hávegum.
Mæli eindregið með þessari mynd. Þú verður ekki fyrir vonbrigðum
Hljómar spennandi. Ágæt færsla. 4 stig.
ReplyDelete