Sunday, October 10, 2010

RIFF- Veiðimaðurinn The Hunter

Skellti mér í bíó þann 3. október á írönsku myndina The Hunter(eða Veiðimaðurinn á íslensku). Dauðsé eftir því að hafa ekki farið á fleiri myndir. Hálf skammarlegt að vera með RIFF-passa á helmingsafslætti og nýta hann ekki. Í rauninni þá borgaði passinn sig ekki. En jæja ég fór þó allavega á tvær mjög góðar myndir Kimjongilia og Cyrus.
The Hunter er írönsk mynd eins og áður sagði um Ali. Hann er giftur Söru og saman eiga þau yndislega stelpu að nafni Saba. Ali er nýkominn úr fangelsi og vinnur næturvakt og sér því mæðgurnar voða lítið. Mæðgurnar verða fyrir í átökum milli lögreglu og skæruliða og látast í "kross-skotum"(cross-fire). Ali skýtur 2 lögregluþjóna í gremju sinni og er eltur af lögreglunni út í skóg.

Með aðalhlutverkið fer Rafi Pitts en hann er einnig leikstjóri myndarinnar. Já og hann skrifaði einnig handritið að The Hunter. Rafi hefur getið sér góðan orðstír með myndum á borð við It's Winter, Season Five og Sanam.
Myndatakan einkenndist af því að vera eiginlega of löng. Það hefði mátt stytta hvert skot um svona 3 sekúndur myndin varð alveg óbærilega leiðinleg og langdregin út af þessu. Annað við myndina var það að Rafi sagði nánast ekki orð í myndinni. Hann var voða þögull og þungur á brún allan tímann. Þessi stemning minnti mig á The Perfume sem er einhver langdregnasta og leiðinlegasta mynd sem ég hef séð.
Eins og við höfðum verið vöruð við í tímum þá er ekkert að marka lýsingarnar á myndunum á RIFF. Ég lét glepjast og las mér til um myndina á netinu og hugsaði með mér já þetta gæti verið nokkuð góð mynd bara. Í lýsingunni segir að "þegar lögreglan nær honum í skóginum fara leikarnir að æsast" þetta er tekið orðrétt af riff.is. Leikarnir fóru bara alls ekkert að æsast! það gerðist ekkert í þessari helvítis mynd, ég hef aldrei áður verið jafn upptekinn af því að borða popp og á þessari mynd. Sem kom sér nokkuð vel því að popp pokarnir í Bíó Paradís eru RISAstórir og ég átti fullt í fangi með að klára miðstærð. En já hann segir fátt í þessari mynd. Hún er 92 mín að lengd og ætli hann tali ekki í samtals 2 mín. Hann keyrir um, hann gefur kettinum að borða, hann labbar um í skóginum og allan tímann var ég að bíða eftir því að leikarnir myndu æsast. Svo var myndin bara búin og ég varð gríðarlega svekktur en á sama tíma mjög feginn yfir því að þessi angist væri á enda.


Rafi Pitts hress á frumsýningu
Ef ykkur líkaði The Perfume þá megið þið ekki láta þessa stórmynd framhjá ykkur fara! :o

1 comment: