Cyrus Trailer :)
Daginn eftir að ég sá Cyrus skellti ég mér í Háskólabío með Villa og Hildi að sjá Soul Kitchen. Höfðum heyrt að hún væri nokkuð góð og létum því verða af því að sjá hana. Sýningin átti að hefjast 21:00 en vegna einhverra ótrúlegra ástæðna þá hafði sýningartíma myndarinnar verið breytt í 20:10. Henni hafði verið flýtt um 50 min! Við stóðum eins og illa gerðir hlutir í Háskólabíói ásamt fleirum. Breytingarnar höfðu verið auglýstar á Facebook... en í staðinn fengum við frímiða á mynd á RIFF jeij. Þannig ég veit ekkert um þessa mynd og það má vel vera að hún sé góð.
Kimjongilia:
Ég fór á Kimjongilia í Iðnó í gær. Kimjongilia er heimildarmynd um ástandið í N Kóreu. Myndin dregur nafn sitt af blómi sem búið var til í tilefni af 46 ára afmæli Kim Jong Il leiðtoga Norður Kóreu. Blómið er rauð begonía og á blómið að tákna ást, visku, réttlæti og frið. Myndin er átakanleg og virkilega sorgleg. Myndin byggir á frásögnum þeirra sem hafa strokið frá Norður Kóreu frá árunum 1992 til 2006. Fólkið átti það sameiginlegt að hafa misst alla sína ástvini og fjölskyldu auk þess að búa yfir rjúkandi hatri gegn heimalandi sínu. Ótal fangabúðir eru þar í landi og fer fólk þangað fyrir minnstu sakir. Eftirminnilegar sakir voru að setja dagblað með mynd af Kim Jong Il á gólfið og að hlusta á Suður Kóreskan útvarpsþátt. Í myndinni var tekið viðtal við mann sem hafði fæðst í fangabúðum og þekkti ekkert annað en að vinna erfiðisvinnu og borða lítið sem ekkert. Ég hvet alla eindreigið til að sjá þessa mynd og kynna sér þann heim sem aðrir þurfa á lifa við. Myndin kennir manni í raun og veru hversu slæmt ástandið er í N Kóreu og hversu heppin maður er að búa á Íslandi.
Hér má sjá trailerinn
300
Ég ákvað að skella inn einu bloggi af mynd sem ekki er sýnd á RIFF. 300 kom út árið 2006 og fara Gerard Butler, Lena Heady(sem á afmæli í dag), David Wenham og Dominic West með aðalhlutverkin í myndinni. Auk þess eru hundruðir fokkin massaðra gæja í myndinni sem fóru í 8 vikna æfingbúðir fyrir myndina þar sem þeir voru undir handleiðslu Marc Twight heimsmeistara í fjallaklifri. Í æfingabúðunum máttu var einblínt á að gera ekki sömu æfinguna 2 því þá myndi líkaminn venjast henni. Æfingarnar hafa greinilega borið árángur því allir leikararnir voru massaðir í drasl og vel skafnir. Annað athyglisvert við tökur á myndinni er að allar tökur nema ein fóru fram í stúdíó á blue screen og green screen. Blue screen var notað í 90% tilvika til að hafa myndina dekkri enda kom það mjög vel út.
Myndin fjallar um konung Spartverja Leonídas og 300 bestu hermenn Spartverja. Standa þeir saman gegn árásum persneska hersins undir stjórn konungsins Xerxes. Mikið er um bardagaatriði og eru þau ekki af verri endanum. Á heildina litið er þetta ein svalasta mynd síðari ára og eflaust langt í það að hún verði toppuð. 300 er algjör stráka mynd líkt og the Expendables nema hvað að í 300 eru mennirnir berir að ofan allan tímann svo það er líka eitthvað fyrir stelpurnar. Mæli eindregið með þessari mynd fyrir þá sem fíla myndir á borð við Lord of the Rings, Gladiator, Braveheart og Kingdom of Heaven. hér má lesa um 300. 300 Trailer
Ágætisfærsla, en þú gerir mér soldið erfitt fyrir með stigagjöfina, því ekki ætla ég að gefa þér RIFF-stig fyrir 300.
ReplyDelete5 RIFF-stig.
2 Október-stig.