Tengslanetið, betur þekkt sem facebook myndin, var í bíó fyrir þó nokkru síðan, en nú korter í jólapróf finn ég skyndilega löngum til að blogga :D og þá sérstaklega um þessa mynd. Væntingar voru heldur litlar fyrir myndina enda hafði ég ekkert lesið mér til um hana eða horft á trailerinn. Ég velti því fyrir mér hvernig hægt væri að gera áhugaverða mynd um vefsíðu en leikstjóranum David Fincher tókst nokkuð vel til.
Myndin fjallar um Mark Zuckerberg nema við Harvard háskóla í Bandaríkjunum, líf hans, vini, félagsmál og lögsóknir. Mark fær hugmyndina að vefsíðunni facebook og með hjálp vinar síns Eduardo stofna þeir hana. Upphaflega var facebook ætluð nemum við Harvard, en annað kom á daginn því hún vex svo í einhverja stærstu vefsíðu heims. Gríðarlegar vinsældir facebook vekur athygli Sean Parker. Parker er gæjinn sem fann up Napster og gerir sér því strax grein fyrir því hversu mikil verðmæti eru í facebook síðunni. Mark er mikill aðdáendi Parkers og hefur Parker gríðarleg áhrif á Mark varðandi viðskiptamál facebook. Eduardo var ekki svo ánægður með það því viðskiptin höfðu jú verið í hans höndum fyrir komu Parkers. Í kjölfar vinsælda facebook verður Mark lögsóttur af hinum ýmsu aðilum þar á meðal Eduardo.
Með hlutverk Marks fer Jesse Eisenberg, en hann hefur leikið í myndum á borð við Adventure Land, Zombieland o.fl. en stóð hann sig mjög vel í þessari mynd. Andrew Garfield leikur Eduardo og er samúð áhorfandans með honum, hann er svona góði gæjinn sem ekkert gengur upp hjá:(. Athyglisvert þykir hversu slándi líkir Andrew og Jesse eru stofnendum facebook. Síðast en ekki síst ber að nefna að Justin Timberlake fer með hlutverk Sean Parker í myndinni og fannst mér það helvíti fyndið að meistari JT væri the bad guy.
Svona á heildina litið er þetta góð mynd. Hún spilar soldið inná Bandarískan markað með auknu drama(miðað við í alvöru). Mér fannst ansi flott hvernig Mark, yngsti milljarðamæringur í heimi, hafði engan áhuga á peningum og hvernig það sást greinilega í myndinni. Mæli hiklaust með þessari mynd því jú það eru allir á facebook og því ekki að kynnast aðeins betur sögu síðunnar :)
Tengslanetið Sýnishorn
Thursday, December 2, 2010
Sunday, October 10, 2010
RIFF- Veiðimaðurinn The Hunter
Skellti mér í bíó þann 3. október á írönsku myndina The Hunter(eða Veiðimaðurinn á íslensku). Dauðsé eftir því að hafa ekki farið á fleiri myndir. Hálf skammarlegt að vera með RIFF-passa á helmingsafslætti og nýta hann ekki. Í rauninni þá borgaði passinn sig ekki. En jæja ég fór þó allavega á tvær mjög góðar myndir Kimjongilia og Cyrus.
The Hunter er írönsk mynd eins og áður sagði um Ali. Hann er giftur Söru og saman eiga þau yndislega stelpu að nafni Saba. Ali er nýkominn úr fangelsi og vinnur næturvakt og sér því mæðgurnar voða lítið. Mæðgurnar verða fyrir í átökum milli lögreglu og skæruliða og látast í "kross-skotum"(cross-fire). Ali skýtur 2 lögregluþjóna í gremju sinni og er eltur af lögreglunni út í skóg.
Með aðalhlutverkið fer Rafi Pitts en hann er einnig leikstjóri myndarinnar. Já og hann skrifaði einnig handritið að The Hunter. Rafi hefur getið sér góðan orðstír með myndum á borð við It's Winter, Season Five og Sanam.
Myndatakan einkenndist af því að vera eiginlega of löng. Það hefði mátt stytta hvert skot um svona 3 sekúndur myndin varð alveg óbærilega leiðinleg og langdregin út af þessu. Annað við myndina var það að Rafi sagði nánast ekki orð í myndinni. Hann var voða þögull og þungur á brún allan tímann. Þessi stemning minnti mig á The Perfume sem er einhver langdregnasta og leiðinlegasta mynd sem ég hef séð.
Eins og við höfðum verið vöruð við í tímum þá er ekkert að marka lýsingarnar á myndunum á RIFF. Ég lét glepjast og las mér til um myndina á netinu og hugsaði með mér já þetta gæti verið nokkuð góð mynd bara. Í lýsingunni segir að "þegar lögreglan nær honum í skóginum fara leikarnir að æsast" þetta er tekið orðrétt af riff.is. Leikarnir fóru bara alls ekkert að æsast! það gerðist ekkert í þessari helvítis mynd, ég hef aldrei áður verið jafn upptekinn af því að borða popp og á þessari mynd. Sem kom sér nokkuð vel því að popp pokarnir í Bíó Paradís eru RISAstórir og ég átti fullt í fangi með að klára miðstærð. En já hann segir fátt í þessari mynd. Hún er 92 mín að lengd og ætli hann tali ekki í samtals 2 mín. Hann keyrir um, hann gefur kettinum að borða, hann labbar um í skóginum og allan tímann var ég að bíða eftir því að leikarnir myndu æsast. Svo var myndin bara búin og ég varð gríðarlega svekktur en á sama tíma mjög feginn yfir því að þessi angist væri á enda.
Ef ykkur líkaði The Perfume þá megið þið ekki láta þessa stórmynd framhjá ykkur fara! :o
The Hunter er írönsk mynd eins og áður sagði um Ali. Hann er giftur Söru og saman eiga þau yndislega stelpu að nafni Saba. Ali er nýkominn úr fangelsi og vinnur næturvakt og sér því mæðgurnar voða lítið. Mæðgurnar verða fyrir í átökum milli lögreglu og skæruliða og látast í "kross-skotum"(cross-fire). Ali skýtur 2 lögregluþjóna í gremju sinni og er eltur af lögreglunni út í skóg.
Með aðalhlutverkið fer Rafi Pitts en hann er einnig leikstjóri myndarinnar. Já og hann skrifaði einnig handritið að The Hunter. Rafi hefur getið sér góðan orðstír með myndum á borð við It's Winter, Season Five og Sanam.
Myndatakan einkenndist af því að vera eiginlega of löng. Það hefði mátt stytta hvert skot um svona 3 sekúndur myndin varð alveg óbærilega leiðinleg og langdregin út af þessu. Annað við myndina var það að Rafi sagði nánast ekki orð í myndinni. Hann var voða þögull og þungur á brún allan tímann. Þessi stemning minnti mig á The Perfume sem er einhver langdregnasta og leiðinlegasta mynd sem ég hef séð.
Eins og við höfðum verið vöruð við í tímum þá er ekkert að marka lýsingarnar á myndunum á RIFF. Ég lét glepjast og las mér til um myndina á netinu og hugsaði með mér já þetta gæti verið nokkuð góð mynd bara. Í lýsingunni segir að "þegar lögreglan nær honum í skóginum fara leikarnir að æsast" þetta er tekið orðrétt af riff.is. Leikarnir fóru bara alls ekkert að æsast! það gerðist ekkert í þessari helvítis mynd, ég hef aldrei áður verið jafn upptekinn af því að borða popp og á þessari mynd. Sem kom sér nokkuð vel því að popp pokarnir í Bíó Paradís eru RISAstórir og ég átti fullt í fangi með að klára miðstærð. En já hann segir fátt í þessari mynd. Hún er 92 mín að lengd og ætli hann tali ekki í samtals 2 mín. Hann keyrir um, hann gefur kettinum að borða, hann labbar um í skóginum og allan tímann var ég að bíða eftir því að leikarnir myndu æsast. Svo var myndin bara búin og ég varð gríðarlega svekktur en á sama tíma mjög feginn yfir því að þessi angist væri á enda.
Rafi Pitts hress á frumsýningu |
Sunday, October 3, 2010
RIFF o.fl.
Fyrsta myndin sem ég fór á var Cyrus. Mér fannst hún ákaflega fyndin og spilar mikið út á það að vera svona kjánalega fyndin og vandræðaleg. Myndin fjallar um John (sem er leikinn af John C. Reilly úr Step Brothers) sem er fráskilinn og á erfitt með að kynnast nýju fólki. Hann hittir Molly (leikin af Marisu Tomei) í partýi og kann mjög vel við hana. Allt er í fínasta lagi og stefnir á besta veg þangað til hann hittir son Molly, Cyrus. Cyrus og Molly eiga mjög náið og sérstakt samband. Það er þetta nána samband milli þeirra tveggja og svo John sem skapar húmorinn í myndinni. Leikararnir standa sig vel og heilt yfir er vandræðaleikinn nýttur til hins ýtrasta. Tók eftir því að myndatakan var notuð til að auka vandræðaleikann. Þá á ég við að skotið fer úr víðu yfir í fulla andlitsmynd og heppnast mjög vel. Hvet alla til að sjá þessa mynd, ég hafði heyrt góða hluti um hana og hún brást ekki væntingum. Eina sem böggaði mig var að það var ekkert hlé á myndinni en það er bara svoleiðis á RIFF. Ég var alltaf að bíða eftir hlénu og svo var myndin bara búin! En já fyndin mynd og vel leikin oog hún var pródúseruð af Ridley Scott sem er mjög þekktur í kvikmyndaheiminum. Hann hefur gert myndir á borð við Gladiator, American Gangster og fleira.
Cyrus Trailer :)
Daginn eftir að ég sá Cyrus skellti ég mér í Háskólabío með Villa og Hildi að sjá Soul Kitchen. Höfðum heyrt að hún væri nokkuð góð og létum því verða af því að sjá hana. Sýningin átti að hefjast 21:00 en vegna einhverra ótrúlegra ástæðna þá hafði sýningartíma myndarinnar verið breytt í 20:10. Henni hafði verið flýtt um 50 min! Við stóðum eins og illa gerðir hlutir í Háskólabíói ásamt fleirum. Breytingarnar höfðu verið auglýstar á Facebook... en í staðinn fengum við frímiða á mynd á RIFF jeij. Þannig ég veit ekkert um þessa mynd og það má vel vera að hún sé góð.
Kimjongilia:
Ég fór á Kimjongilia í Iðnó í gær. Kimjongilia er heimildarmynd um ástandið í N Kóreu. Myndin dregur nafn sitt af blómi sem búið var til í tilefni af 46 ára afmæli Kim Jong Il leiðtoga Norður Kóreu. Blómið er rauð begonía og á blómið að tákna ást, visku, réttlæti og frið. Myndin er átakanleg og virkilega sorgleg. Myndin byggir á frásögnum þeirra sem hafa strokið frá Norður Kóreu frá árunum 1992 til 2006. Fólkið átti það sameiginlegt að hafa misst alla sína ástvini og fjölskyldu auk þess að búa yfir rjúkandi hatri gegn heimalandi sínu. Ótal fangabúðir eru þar í landi og fer fólk þangað fyrir minnstu sakir. Eftirminnilegar sakir voru að setja dagblað með mynd af Kim Jong Il á gólfið og að hlusta á Suður Kóreskan útvarpsþátt. Í myndinni var tekið viðtal við mann sem hafði fæðst í fangabúðum og þekkti ekkert annað en að vinna erfiðisvinnu og borða lítið sem ekkert. Ég hvet alla eindreigið til að sjá þessa mynd og kynna sér þann heim sem aðrir þurfa á lifa við. Myndin kennir manni í raun og veru hversu slæmt ástandið er í N Kóreu og hversu heppin maður er að búa á Íslandi.
Hér má sjá trailerinn
Ég ákvað að skella inn einu bloggi af mynd sem ekki er sýnd á RIFF. 300 kom út árið 2006 og fara Gerard Butler, Lena Heady(sem á afmæli í dag), David Wenham og Dominic West með aðalhlutverkin í myndinni. Auk þess eru hundruðir fokkin massaðra gæja í myndinni sem fóru í 8 vikna æfingbúðir fyrir myndina þar sem þeir voru undir handleiðslu Marc Twight heimsmeistara í fjallaklifri. Í æfingabúðunum máttu var einblínt á að gera ekki sömu æfinguna 2 því þá myndi líkaminn venjast henni. Æfingarnar hafa greinilega borið árángur því allir leikararnir voru massaðir í drasl og vel skafnir. Annað athyglisvert við tökur á myndinni er að allar tökur nema ein fóru fram í stúdíó á blue screen og green screen. Blue screen var notað í 90% tilvika til að hafa myndina dekkri enda kom það mjög vel út.
Myndin fjallar um konung Spartverja Leonídas og 300 bestu hermenn Spartverja. Standa þeir saman gegn árásum persneska hersins undir stjórn konungsins Xerxes. Mikið er um bardagaatriði og eru þau ekki af verri endanum. Á heildina litið er þetta ein svalasta mynd síðari ára og eflaust langt í það að hún verði toppuð. 300 er algjör stráka mynd líkt og the Expendables nema hvað að í 300 eru mennirnir berir að ofan allan tímann svo það er líka eitthvað fyrir stelpurnar. Mæli eindregið með þessari mynd fyrir þá sem fíla myndir á borð við Lord of the Rings, Gladiator, Braveheart og Kingdom of Heaven. hér má lesa um 300. 300 Trailer
Cyrus Trailer :)
Daginn eftir að ég sá Cyrus skellti ég mér í Háskólabío með Villa og Hildi að sjá Soul Kitchen. Höfðum heyrt að hún væri nokkuð góð og létum því verða af því að sjá hana. Sýningin átti að hefjast 21:00 en vegna einhverra ótrúlegra ástæðna þá hafði sýningartíma myndarinnar verið breytt í 20:10. Henni hafði verið flýtt um 50 min! Við stóðum eins og illa gerðir hlutir í Háskólabíói ásamt fleirum. Breytingarnar höfðu verið auglýstar á Facebook... en í staðinn fengum við frímiða á mynd á RIFF jeij. Þannig ég veit ekkert um þessa mynd og það má vel vera að hún sé góð.
Kimjongilia:
Ég fór á Kimjongilia í Iðnó í gær. Kimjongilia er heimildarmynd um ástandið í N Kóreu. Myndin dregur nafn sitt af blómi sem búið var til í tilefni af 46 ára afmæli Kim Jong Il leiðtoga Norður Kóreu. Blómið er rauð begonía og á blómið að tákna ást, visku, réttlæti og frið. Myndin er átakanleg og virkilega sorgleg. Myndin byggir á frásögnum þeirra sem hafa strokið frá Norður Kóreu frá árunum 1992 til 2006. Fólkið átti það sameiginlegt að hafa misst alla sína ástvini og fjölskyldu auk þess að búa yfir rjúkandi hatri gegn heimalandi sínu. Ótal fangabúðir eru þar í landi og fer fólk þangað fyrir minnstu sakir. Eftirminnilegar sakir voru að setja dagblað með mynd af Kim Jong Il á gólfið og að hlusta á Suður Kóreskan útvarpsþátt. Í myndinni var tekið viðtal við mann sem hafði fæðst í fangabúðum og þekkti ekkert annað en að vinna erfiðisvinnu og borða lítið sem ekkert. Ég hvet alla eindreigið til að sjá þessa mynd og kynna sér þann heim sem aðrir þurfa á lifa við. Myndin kennir manni í raun og veru hversu slæmt ástandið er í N Kóreu og hversu heppin maður er að búa á Íslandi.
Hér má sjá trailerinn
300
Ég ákvað að skella inn einu bloggi af mynd sem ekki er sýnd á RIFF. 300 kom út árið 2006 og fara Gerard Butler, Lena Heady(sem á afmæli í dag), David Wenham og Dominic West með aðalhlutverkin í myndinni. Auk þess eru hundruðir fokkin massaðra gæja í myndinni sem fóru í 8 vikna æfingbúðir fyrir myndina þar sem þeir voru undir handleiðslu Marc Twight heimsmeistara í fjallaklifri. Í æfingabúðunum máttu var einblínt á að gera ekki sömu æfinguna 2 því þá myndi líkaminn venjast henni. Æfingarnar hafa greinilega borið árángur því allir leikararnir voru massaðir í drasl og vel skafnir. Annað athyglisvert við tökur á myndinni er að allar tökur nema ein fóru fram í stúdíó á blue screen og green screen. Blue screen var notað í 90% tilvika til að hafa myndina dekkri enda kom það mjög vel út.
Myndin fjallar um konung Spartverja Leonídas og 300 bestu hermenn Spartverja. Standa þeir saman gegn árásum persneska hersins undir stjórn konungsins Xerxes. Mikið er um bardagaatriði og eru þau ekki af verri endanum. Á heildina litið er þetta ein svalasta mynd síðari ára og eflaust langt í það að hún verði toppuð. 300 er algjör stráka mynd líkt og the Expendables nema hvað að í 300 eru mennirnir berir að ofan allan tímann svo það er líka eitthvað fyrir stelpurnar. Mæli eindregið með þessari mynd fyrir þá sem fíla myndir á borð við Lord of the Rings, Gladiator, Braveheart og Kingdom of Heaven. hér má lesa um 300. 300 Trailer
Thursday, August 26, 2010
Uppáhaldsmyndirnar mínar
Topp 3 uppáhaldsmyndir sem ég hef séð.
3. Fyrst ber að nefna frekar nýlega mynd sem heitir Inception. Ég fór á hana í bío með góðar væntingar þar sem hún hafði fengið góða dóma á IMDb og einnig bara í almennri umfjöllun. Plottið í myndinni var hreint út sagt stórkostlegt og vel útpælt, leikurinn var góður það var kvikmyndatakan einnig. Þetta er svona mynd þar sem manni langar hreinlega að standa upp í bíósalnum og öskra NEI!, Ha!, og djöfulsins mind fuck. En svo hugsar maður til baka og segir með sér djöfull var þetta góð mynd. Og ætli það sé ekki einmitt það sem leikstjórinn, Christopher Nolan, hafi ætlað sér að gera? Ja, hún virkaði allavegana vel á mig.
2. Sú mynd sem situr í 3.sæti er engin önnur en frábæra gamanmyndin The Cable Guy með Jim Carrey frá 1996. Þótt ótrúlegt megi virðast og fremur skrítið en þá er leikstjóri myndarinnar gamanleikarinn Ben Stiller. Myndin fær nú ekkert rosalega góða dóma á IMDb en ég hef alltaf verið mikill aðdáendi Jim Carrey og hann fer hreinlega á kostum í þessari mynd sem sjónvarpsviðgerðarmaður. Í hlutverki sjónvarpsviðgerðarmannsinns tekst Jim að fá mig til að grenja úr hlátri eins og svo oft áður.
1. Og myndin sem hlýtur þann heiður að vera í topp sæti þessa ágæta lista er stórmyndin Braveheart frá 1995. Braveheart er mynd um átök milli Breta og Skota hins vegar á 14.öldinni ef ég man rétt. Aðalsögupersóna myndarinnar er William Wallace sem er leikinn af Mel Gibson. Frábær söguþráður og góður leikur ásamt glæsilegum stríðsenum er það sem heillar mig. Sjálfur verð ég að viðurkenna að ég er dálítill sökker fyrir myndum á borð við Gladiator, the Patriot, Lord of the Rings og aðrar góðar með stríðsatriðum en enginn ofantaldra mynda kemst með tærnar þar sem Braveheart er með hælana. Svo er þetta einnig góð mynd til að horfa á með kærustunni þ.e. hún inniheldur einhverja smá rómantík.
3. Fyrst ber að nefna frekar nýlega mynd sem heitir Inception. Ég fór á hana í bío með góðar væntingar þar sem hún hafði fengið góða dóma á IMDb og einnig bara í almennri umfjöllun. Plottið í myndinni var hreint út sagt stórkostlegt og vel útpælt, leikurinn var góður það var kvikmyndatakan einnig. Þetta er svona mynd þar sem manni langar hreinlega að standa upp í bíósalnum og öskra NEI!, Ha!, og djöfulsins mind fuck. En svo hugsar maður til baka og segir með sér djöfull var þetta góð mynd. Og ætli það sé ekki einmitt það sem leikstjórinn, Christopher Nolan, hafi ætlað sér að gera? Ja, hún virkaði allavegana vel á mig.
2. Sú mynd sem situr í 3.sæti er engin önnur en frábæra gamanmyndin The Cable Guy með Jim Carrey frá 1996. Þótt ótrúlegt megi virðast og fremur skrítið en þá er leikstjóri myndarinnar gamanleikarinn Ben Stiller. Myndin fær nú ekkert rosalega góða dóma á IMDb en ég hef alltaf verið mikill aðdáendi Jim Carrey og hann fer hreinlega á kostum í þessari mynd sem sjónvarpsviðgerðarmaður. Í hlutverki sjónvarpsviðgerðarmannsinns tekst Jim að fá mig til að grenja úr hlátri eins og svo oft áður.
1. Og myndin sem hlýtur þann heiður að vera í topp sæti þessa ágæta lista er stórmyndin Braveheart frá 1995. Braveheart er mynd um átök milli Breta og Skota hins vegar á 14.öldinni ef ég man rétt. Aðalsögupersóna myndarinnar er William Wallace sem er leikinn af Mel Gibson. Frábær söguþráður og góður leikur ásamt glæsilegum stríðsenum er það sem heillar mig. Sjálfur verð ég að viðurkenna að ég er dálítill sökker fyrir myndum á borð við Gladiator, the Patriot, Lord of the Rings og aðrar góðar með stríðsatriðum en enginn ofantaldra mynda kemst með tærnar þar sem Braveheart er með hælana. Svo er þetta einnig góð mynd til að horfa á með kærustunni þ.e. hún inniheldur einhverja smá rómantík.
Subscribe to:
Posts (Atom)