Nú Ace Ventura: When Nature Calls er sjálfstætt framhald af stórmyndinni Ace Ventura: Pet Detective. Með aðalhlutverkið fer Jim Carrey en hann fer hreinlega á kostum í þessari mynd. Jim sló fyrst í gegn árið 1994 en þá lék hann í 3 myndum sem slógu all rækilega í gegn en þær eru Ace Ventura: Pet Detective, The Mask og Dumb and Dumber. Eins og hvert mannsbarn veit þá er Jim fyndnasti maður í heimi. Það sem gerir Ace Ventura: When Natur Calls að þeirri frábæru mynd sem hún er er Jim sjálfur. Hvernig hann geiblar á sér andlitið getur enginn leikið eftir.
Myndin fjallar um tvo ættbálka í Afríku, Wachootoo og Wachati. Allt bendir til þess að ættbálkarnir fari í stríð nema að The Great White Bat(mikla hvíta leðurblakan) verði fundin, en hún hvarf á dularfullan hátt. Því er leitað til dýraspæjarans Ása um kærkomin ráð, en eins og honum er einum lagið veldur hann bara meiri usla.
Söguþráðurinn er ekki uppá marga fiska en ég hygg að markmið myndarinnar hafi ekki verið eitthvað mind blowing plot heldur einungis að gleðja lítil hjörtu um allan heim. Ég hló alla vegana svo mikið að ég sá ekki á skjáinn!
Nokkur eftirminnileg quotes fyrir þá sem hafa séð myndina:
- You must be the monopoly guy! Hey, thanks for the free parking...
- "Re-eh-eh-eh-eh-eaaaallly?!?!"
- Loser! La-hoo Sa-herr!
- If I were you then you'd be me and I'd use YOUR body to climb this cliff! You can't stop me no matter who you are!
- My That's a lovely wrap you're wearing. Why don't I get you some fuzzy slippers made from heads of defenseless baby seals?!