Topp 3 uppáhaldsmyndir sem ég hef séð.
3. Fyrst ber að nefna frekar nýlega mynd sem heitir Inception. Ég fór á hana í bío með góðar væntingar þar sem hún hafði fengið góða dóma á IMDb og einnig bara í almennri umfjöllun. Plottið í myndinni var hreint út sagt stórkostlegt og vel útpælt, leikurinn var góður það var kvikmyndatakan einnig. Þetta er svona mynd þar sem manni langar hreinlega að standa upp í bíósalnum og öskra NEI!, Ha!, og djöfulsins mind fuck. En svo hugsar maður til baka og segir með sér djöfull var þetta góð mynd. Og ætli það sé ekki einmitt það sem leikstjórinn, Christopher Nolan, hafi ætlað sér að gera? Ja, hún virkaði allavegana vel á mig.
2. Sú mynd sem situr í 3.sæti er engin önnur en frábæra gamanmyndin The Cable Guy með Jim Carrey frá 1996. Þótt ótrúlegt megi virðast og fremur skrítið en þá er leikstjóri myndarinnar gamanleikarinn Ben Stiller. Myndin fær nú ekkert rosalega góða dóma á IMDb en ég hef alltaf verið mikill aðdáendi Jim Carrey og hann fer hreinlega á kostum í þessari mynd sem sjónvarpsviðgerðarmaður. Í hlutverki sjónvarpsviðgerðarmannsinns tekst Jim að fá mig til að grenja úr hlátri eins og svo oft áður.
1. Og myndin sem hlýtur þann heiður að vera í topp sæti þessa ágæta lista er stórmyndin Braveheart frá 1995. Braveheart er mynd um átök milli Breta og Skota hins vegar á 14.öldinni ef ég man rétt. Aðalsögupersóna myndarinnar er William Wallace sem er leikinn af Mel Gibson. Frábær söguþráður og góður leikur ásamt glæsilegum stríðsenum er það sem heillar mig. Sjálfur verð ég að viðurkenna að ég er dálítill sökker fyrir myndum á borð við Gladiator, the Patriot, Lord of the Rings og aðrar góðar með stríðsatriðum en enginn ofantaldra mynda kemst með tærnar þar sem Braveheart er með hælana. Svo er þetta einnig góð mynd til að horfa á með kærustunni þ.e. hún inniheldur einhverja smá rómantík.